Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 967. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1486  —  967. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar (GÞÞ, BJJ, GHj, GuðjG, ÍGP).



1. gr.
         

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IV í lögunum:
     a.      Í stað ártalanna „2002–2005“ kemur: 2002–2006.
     b.      Í stað orðanna „fyrstu þrjú árin“ kemur: fyrstu fjögur árin.
     c.      Í stað ártalsins „2005“ kemur: 2006.

2.      gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Með lögum nr. 60/2002, um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, var ákveðið að veita samtals 735 millj. kr. á árunum 2002–2005 úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að ljúka átaki til einsetningar grunnskólans í sveitarfélögum með fleiri en 2.000 íbúa. Komið hefur í ljós að enn vantar tæpar 200 millj. kr. upp á að sveitarfélög geti lokið framkvæmdum sem þau eiga rétt á að fá styrktar samkvæmt reglum sjóðsins. Er því lagt til að gildistími ákvæðis til bráðabirgða IV verði framlengdur um eitt ár, sem felur í sér að lögbundið framlag til Lánasjóðs sveitarfélaga verði veitt til verkefnisins líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Komi 200 millj. kr. til greiðslu á árinu 2005, í stað 135 millj. kr. samkvæmt gildandi lögum, og 135 millj. kr. á árinu 2006.
    Frumvarpið hefur ekki í för með sér útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð.